Góða helgi.


Heima er best.

dsc01290.jpg

Ætla að setja inn smá færslu og vita hvernig þetta virkar hjá mér núna. Það var mjög gott að taka sér frí frá blogginu smá tíma. 'Eg gerði náttúrulega mikið meira enn það, ætlaði að hætta þessu bara.Eyddi öllu út. Það var vitleysa ég sé það nú. En það er með þetta eins og svo margt annað maður byrjar bara aftur, upp á nýtt..Jú jú ég sakna bloggvinanna og er rög við að byðja um bloggvináttu aftur. En takk Rósa mín að halda tryggð við mig og Samma mín það verður gaman að kynnast þér, viss um að við eigum eftir að eiga gott samband.

Páskarnir voru mjög rólegir hjá okkur hérna vorum bara tvö heima. Byrjuðum aðeins á undirbúnigi fyrir málingarvinnu og bóndinn að dunda sér við að fiksa bílinn.  Er ekki búin að taka endanlega ákvörðunn um hvenær ég fer til Köben, og ætli ég geymi það bara ekki fram í mai, hlakka til að hitta krakkana þar og vera með henni dóttir minni sem er að fá sitt fyrsta barn.(og barnabarn nr 6)hjá okkur. 'Eg er rík kona.Smile Svo eru farseðlarnir keyptir fyrir dúllurnar mínar sem koma til okkar frá 'Islandi í byrjun júní og ætla að vera hjá ömmu og afa eitthvað fram eftir sumri. Það verður yndislegt að fá þær hingað og hlakkar okkur mikið til þess..

Bóndin er farin að vinna burtu,(langvekkistan) svo nú er ég svona grasekkja ha ha . Ekki neitt nýtt að hann þurfi að vera heimanífrá lang tímum saman vegna vinnu.. og við litli stóri minn tvö heima  Það er líka ágætt.höfum um margt að spjalla þessa dagana.  Hann er farin að undirbúa sig undir lokaáfangan í þessum skóla sem hann er í núna og svo er það framhaldsnám næsta haust. það verður gaman að fylgjast með hvernig það gengur en ég er bjártsýn hef tröllatrú á honum syni mínum...hann stendur sig.Heart      Læt þetta duga núna kv Sirrý.               Lyngdal.

 


Gleðilega páska.


Um bloggið

Lífið og tilveran.

Höfundur

Sigríður Ásdís Karlsdóttir
Sigríður Ásdís Karlsdóttir
'Eg er eins og ég er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...dsc00564
  • ...dsc00533
  • ...dsc01732
  • ...dsc01735
  • ...dsc01731

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband